Föstudagur 7. desember 2001 kl. 16:29
Jólatréð í Garði féll í rokinu
Jólatréð í Garði féll niður í miklu roki fyrir um stundu. Að sögn Sigurðar Jónssonar sveitarstjóra er talið að tréð hafi ekki brotnað þannig að um leið og lægir verði það sett upp aftur. Kveikja á jólaljósin í Garði á morgun og taldi Sigurður að það muni takast.