Jólasýning á Garðskaga í undirbúningi
Byggðasafnið á Garðskaga langar að kanna það hjá fólki hvort það eigi ekki í fórum sínum gamalt jólaskraut sem það er tilbúið að láta safnið varðveita.
Að sögn Ásgeirs Hjálmarssonar, safnsstjóra, er áhugi á því að mynda dálitla jólastemmningu í glæsilegu safnahúsinu í desember nk. Hugmyndin er að setja upp sýningu á jólamunum í anddyri safnsins.
Safnið á til smávegis af jólaskrauti, en varla nóg til að setja upp sérstaka sýningu.
Nú er því tækifæri fyrir fólk að taka til í geymslum og uppi á háaloftum og rýma fyrir nýju jólaskrauti. Síminn hjá safnsstjóra er 894 2135.
Að sögn Ásgeirs Hjálmarssonar, safnsstjóra, er áhugi á því að mynda dálitla jólastemmningu í glæsilegu safnahúsinu í desember nk. Hugmyndin er að setja upp sýningu á jólamunum í anddyri safnsins.
Safnið á til smávegis af jólaskrauti, en varla nóg til að setja upp sérstaka sýningu.
Nú er því tækifæri fyrir fólk að taka til í geymslum og uppi á háaloftum og rýma fyrir nýju jólaskrauti. Síminn hjá safnsstjóra er 894 2135.