Jólasveinar á ferð og flugi
Starfsmönnum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar brá heldur betur í brún þegar jólasveinar lentu sleða sínum og hreindýrum við landgang flugstöðvarinnar. Jólasveinarnir höfðu með sér sælgæti í stórum sekk og dreifðu því á meðal barna og fullorðna sem voru í flugstöðinni. Þeir sungu einnig íslensk og ensk jólalög við góðan undirleik eins jólasveinsins sem lék á harmonikku. Þetta uppátæki jólasveinana gladdi bæði starfsfólk og farþega flugstöðvarinnar sem sungu með og tóku ljósmyndir af yngri kynslóðinni með þeim rauðklæddu.
Myndin: Unga stúlkan var heldur betur hissa að hitta jólasveininn í flugstöðinni eins og sjá má á svip hennar VF-mynd: Atli Már