Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Jólastemmning á bæjarskrifstofunni í Grindavík
Þriðjudagur 23. desember 2008 kl. 20:40

Jólastemmning á bæjarskrifstofunni í Grindavík

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Það var mikil stemmning á bæjarskrifstofunum í Grindavík sl. föstudag. Þá lögðu fjölmargir bæjarbúar leið sína þangað og þáðu kakó og vöfflur. Nökkvi Már Jónsson, félagsmálastjóri og Ingvar Gunnlaugsson byggingarfulltrúi stóðu í ströngu við vöfflubaksturinn og þær Þorgerður Guðmundsdóttir, launafulltrúi og Guðbjörg Eyjólfsdóttir ritari sáu um að hita kakó.  Á þriðju myndinni er Jóna Kristín á spjalli við nokkra bæjarbúa.
Að sögn Jónu Krístínar, bæjarstjóra var bæklingur sendur í hús og fólk hvatt til að gera jólainnkaupin á heimaslóðum. Þáttur í þeirri hvatningu var að bjóða fólki á bæjarskrifstofurnar í vöfflur og spjall og eiga þannig notalega stund saman.

Jóna Kristín, bæjarstjóri á spjalli við bæjarbúa.

Nökkvi Már Jónsson, félagsmálastjóri og Ingvar Gunnlaugsson byggingarfulltrúi stóðu í ströngu við vöfflubaksturinn

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25