Jólasnjór, Jólasnjór?
Hann snjóar sem aldrei fyrr á Suðurnesjum og allt orðið hvítt að nýju eftir góðviðriskafla síðustu daga.Það er jólabragur á trjágróðri nágranna okkar hér á Víkurfréttum en samkvæmt veðurfréttum er óvíst hvort þetta sé hinn eini sanni jólasnjór því spáin gerir ráð fyrir hlínandi í næstu viku og rigningu.