Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólapakkasöfnun í Reykjanesbæ
Föstudagur 11. desember 2009 kl. 11:52

Jólapakkasöfnun í Reykjanesbæ


Eins og síðastu ár mun Flughótel, í samstarfi við Velferðasjóð Suðurnesja og Reykjanesbæ, standa fyrir jólapakkasöfnun. Jólapökkunum verður safnað saman undir jólatré sem staðsett er í Listasalnum á Flughóteli beint á móti Bókasafni Reykjanesbæjar.

Eru Suðurnesjamenn hvattir til að gefa eina gjöf til viðbótar og setja undir jólatréð svo allir geti haldið gleðileg jól. Leikskólabörn á leikskólanum Holti sjá um að skreyta jólatréð með skrauti sem þau hafa útbúið. Starfsfólk Flughótels hafa þegar afhent fyrstu pakkana sem þau hafa gefið úr starfsmannasjóði sínum og Flughótel gefur sömu upphæð til Velferðasjóðs suðurnesja.

Síðasti dagur sem tekið er á móti jólapökkum á Flughóteli er þriðjudagurinn 21. desember.

Úthlutanir á jólapökkum fara fram á Flughótel 21. og 22. desember milli kl. 13 og 17.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Leikskólabörn í Reykjanesbæ hafa tekið þátt í verkefninu með því að gera gjafapoka og skreyta jólatréð.