Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólalýsing í Kirkjugörðum Keflavíkur
Miðvikudagur 23. nóvember 2011 kl. 10:01

Jólalýsing í Kirkjugörðum Keflavíkur

Allir þeir sem keyptu jólalýsingu í kirkjugörðum Keflavíkur jólin 2010 munu á næstu dögum fá valkröfu senda. Jólaljósin verða tendruð í görðunum 1. sunnudag í aðventu þann 27. nóvember n.k. kl. 16 í Hólmsbergskirkjugarði og kl. 17 við Aðalgötu. Þeir sem kjósa að nýta þjónustu garðanna varðandi jólalýsingu eru beðnir um að greiða valkröfuna og koma með krossa tímanlega í viðkomandi garð. Hægt er að leigja krossa hjá Rafvík s. 6979797. Verð fyrir uppsetningu og lýsingu á aðventu og fram að þrettánda er kr. 4500 fyrir einn kross en 3500 kr. fyrir hvern kross eftir það.

Opnunartímar í Kirkjugörðum Keflavíkur dagana 23.-27. nóvember verða:

Miðvikudaginn 23. nóv 10-16

Fimmtudaginn 24. nóv 10-16

Föstudaginn 25. nóv 10-16

Laugardaginn 26. nóv 10-15

Sunnudaginn 27. nóv 13-15

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Óski fólk eftir því að ljós verði tendruð á leiðum 1. sunnudag í aðventu er það beðið um að koma krossum til skila eigi síðar en föstudaginn 25. nóv. Ekki er unnt að ábyrgjast að krossar sem skilað verður eftir það verði tengdir fyrr en næsta virka dag.

Nánari upplýsingar:

Jón Olsen 8939696

Friðbjörn 8920362