Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Jólalukkan: Vann fartölvu frá Tölvulistanum
Föstudagur 14. desember 2007 kl. 16:13

Jólalukkan: Vann fartölvu frá Tölvulistanum

Jólalukkan lék við Rúnar Eyberg Árnason og fjölskyldu  í dag því hún hreppti einn af stóru vinningunum í Jólalukkunni, Acer Aspire fartölvu frá Tölvulistanum í Reykjanesbæ. Rúnar sótti vinninginn í dag í verslun Tölvulistans sem á dögunum flutti í nýtt og stærra húsnæði við hlið KB-banka. Vinningurinn kom á miða sem eiginkona Rúnars hafði fengið í Gallery. Fartölvan kemur sér ágætlega því slíkur gripur var ekki til á heimilinu og voru þau hjónin búin að íhuga að um tíma að kaupa fartölvu.
Það má því segja að Leyndarmálið svokallaða hafi virkað vel þarna en það ku einmitt ganga út það að laða að sér hlutina með því að hugsa stíft um þá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024