Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólalukka VF í tuttugasta og annað sinn
Fimmtudagur 30. nóvember 2023 kl. 06:12

Jólalukka VF í tuttugasta og annað sinn

Sexþúsund vinningar. Útdráttarvinningar samtals að verðmæti yfir 2 milljónir króna

Nítján verslanir og þjónustuaðilar á Suðurnesjum eru með í Jólalukku Víkurfrétta 2023 sem hefst 1. desember en þetta er í tuttuguasta og annað skipti sem Víkurfréttir standa fyrir þessum vinsæla skafmiðaleik í samvinnu við verslanir og þjónustuaðila í desember.

Sex þúsund vinningar eru í Jólalukkunni en auk þess verða glæsilegir vinningar dregnir út þrisvar sinnum í desember, m.a. tvö 65“ Philips sjónvörp, tvö 100 þúsund króna gjafabréf, þrjú 50 þúsund og tuttugu 15 þúsund króna gjafabréf í Nettó appinu. Þá verður dreginn út hótelgisting og kvöldverður fyrir tvo á Dimond Suites á Hótel Keflavík, hótelgisting og morgunverður á Courtyard by Marriott í Reykjanesbæ og sömuleiðis frá Íslandshótelum.  Þá má nefnda fleiri veglega vinninga, borsett frá Húsasmiðjunni, háþrýstidælu frá Múrbúðinni, hrærivél frá Nettó, 30 þúsund kr. gjafabréf frá Reykjanesoptikk og jólakonfekt frá Nóa/Síríus.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Margir veglegir vinningar eru á skafmiðum, m.a. gjafabréf frá fjölda veitingastaða og verslana í Reykjanesbæ, vinsælustu jólabækurnar í ár, jólamatur og margt, margt fleira. Vinningar eru frá yfir fimmtíu fyrirtækjum og aðilum á Suðurnesjum.

Jólalukkan hefst 1. desember en í þessum vinsæla jólaleik fá viðskiptavinir nítján verslana og fyrirtækja sem bjóða Jólalukku, skafmiða þegar verslað er fyrir 8.000 krónur eða meira. Listi yfir þá aðila sem bjóða Jólalukku VF má sjá í auglýsingu í blaði vikunnar.

Útdrættir verða þrisvar í desember og er fólk hvatt til að fara með skafmiða með engum vinningi í kassa sem eru í verslunum Nettó í Reykjanesbæ og Grindavík. Nöfn vinningshafa verða birt í Víkur-fréttum og á vf.is.