Jólaljósin tendruð í Sandgerði
Ljósin á jólatré Sandgerðinga við Grunnskólann verða tendruð þriðjudaginn 3.desember kl. 18:00. Flutt verður hátíðarávarp, kirkjukór Hvalsneskirkju flytur nokkur jólalög og heyrst hefur að jólasveinarnir muni taka forskot á sæluna og kíkja í bæinn. Að tendrun lokinni verður opið hús í Grunnskólanum þar sem bæjarbúum er boðið að kynna sér breytingar á húsnæði skólans.Í sal skólans mun Foreldrafélag Grunnskólans bjóða upp á kakó og piparkökur.