Jólaljósin tendruð í Sandgerði
Jólaljósin voru tendruð á jólatré Sandgerðinga sunnudaginn 3. desember. Tréð stendur á lóð Grunnskólans og er einkar glæsilegt. Þriðji desember er merkisdagur í sögu Sandgerðis, en þann dag árið 1990 var gamli Miðneshreppurinn lagður niður og Sandgerðisbær varð til.
Af tilefni 10 ára afmælis bæjarfélagsins var það Sirrý Huld Friðjónsdóttir sem tendraði ljósin á trénu; en hún er sá íbúi Sandgerðis sem kemst næst því að vera jafn gamall bænum, er fædd 10. desember 1990.
Kirkjukór Hvalsneskirkju flutti nokkur jólalög undir stjórn Ínu Dóru Hjálmarsdóttur og við undirleik Sigurðar Jónssonar. Jólasveinnin Stúfur kíkti í heimsókn ásamt þremur bræðrum sínum og færði börnum góðgæti. Að lokum var Foreldrafélag Grunnskólans með kakó og kökur í boði bæjarstjórnar og lék Brynja Jónsdóttir jólalög á þverflautu á meðan fólk gæddi sér á kræsingunum.
Af tilefni 10 ára afmælis bæjarfélagsins var það Sirrý Huld Friðjónsdóttir sem tendraði ljósin á trénu; en hún er sá íbúi Sandgerðis sem kemst næst því að vera jafn gamall bænum, er fædd 10. desember 1990.
Kirkjukór Hvalsneskirkju flutti nokkur jólalög undir stjórn Ínu Dóru Hjálmarsdóttur og við undirleik Sigurðar Jónssonar. Jólasveinnin Stúfur kíkti í heimsókn ásamt þremur bræðrum sínum og færði börnum góðgæti. Að lokum var Foreldrafélag Grunnskólans með kakó og kökur í boði bæjarstjórnar og lék Brynja Jónsdóttir jólalög á þverflautu á meðan fólk gæddi sér á kræsingunum.