Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólaljósin kveikt í Reykjanesbæ
Laugardagur 23. nóvember 2002 kl. 11:10

Jólaljósin kveikt í Reykjanesbæ

Jólaljósin í Reykjanesbæ hafa verið kveikt og jólabragur er að komast á bæinn. Fallegar stjörnur prýða Hafnargötuna og Vatnsnesveginn og bjöllur hanga víða í staurum eins og undanfarin ár. Þá eru fjölmörg fyrirtæki farin að skreyta með myndarlegum skreytingum.Fólk er t.a.m. sérstaklega hvatt til að skoða jólatré og skreytingu við anddyri Hótels Keflavíkur þegar rökkva tekur. Vonandi að fleiri taki sér þessar skreytingar til fyrirmyndar og Reykjanesbær verði áfram jólaljósabærinn á Íslandi.

Myndin er frá Hafnargötunni í gær þegar kveikt hafði verið á fyrstu jólaljósunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024