Jólaljósin kveikt á föstudag
„Jólasveinninn kveikir á jólaskreytingum í Reykjanesbæ á föstudaginn og við vitum að hann er orðinn spenntur,“ segir Jón Sveinsson hjá Verktakasambandinu sem sér um að koma jólaskreytingum upp í Reykjanesbæ. Víða um bæinn verður komið upp skreytingum og meðal annars eru settar upp jólabjöllur og stjörnur á ljósastaura.
Að sögn Jóns er búið að skreyta í Höfnunum og hafa skreytingar í Reykjanesbæ gengið vel.
Myndin: Jólastjörnu komið fyrir á ljósastaur í morgun. VF-mynd/ Jóhannes Kr. Kristjánsson
Að sögn Jóns er búið að skreyta í Höfnunum og hafa skreytingar í Reykjanesbæ gengið vel.
Myndin: Jólastjörnu komið fyrir á ljósastaur í morgun. VF-mynd/ Jóhannes Kr. Kristjánsson