Jólaljósameistari við Týsvelli í Keflavík
Þetta er heimili Grétars Ólasonar að Týsvöllum í Keflavík. Hann tók sér frí frá vinnu til að geta skreytt almennilega og í ár tók það fimm daga að koma skrautinu upp. Grétar sagði að nóvembermánuður fari í að hugsa um það hvernig ætti að skreyta, fara í búðir og kaupa skraut og þess háttar. Hann sagðist kaupa mest af skrautinu í Keflavík en Húsasmiðjan hefur verið duglegust að sjá Suðurnesjamönnum fyrir jólaskrauti og ekki furða þar sem Árni Júlíusson Húsasmiðjustjóri í Keflavík er sjálfur mikið jólabarn og þekktur fyrir mestu skreytingarnar á Hraunsveginum í Njarðvík. Grétar vildi ekki gefa upp hver rafmagnsreikningurinn væri eftir jólamánuðinn og til fróðleiks má geta þess að ekki dugar minna en 20 feta geymslugámur undir allt jólaskrautið.Nánar um Grétar skreytingameistara í Tímariti Víkurfrétta sem kom út á fimmtudaginn sl.







