Jólahúsið að Þverholti 18 og jólaglugginn í Cabo
Oddgeir Björnsson og Fanney Sæmundsdóttir að Þverholti 18 í Keflavík eru eigendur að Jólahúsi Reykjanesbæjar 2008 en viðurkenningar voru veittar fyrir bestu jólaskreytingar heimila og verslanaglugga í Bíósal Duus húsa nú sídðegis.
Önnur verðlaun hlaut Borgarvegur 25 í Njarðvík og í þriðja sæti var Hamragarður 9 í Keflavík.
Fallegasta skreytta barnahúsið var að venju við Túngötu 12 í Keflavík.
Verslunin Cabo við Hafnargötu fékk verðlaun fyrir fallegustu jólaskreytingu í verslunarglugga.
Týsvellir í Keflavík þótti best skreytta gatan og húsið við Týsvelli1 fékk verðlaun fyrir vel skreytt jólahús alla tíð. Sigríður Jóhannesdóttir, Íris Jónsdóttir og Árni Sigfússon frá Reykjanesbæ afhentu viðurkenningar frá bæjarfélaginu. Þá fengu húsin í fyrstu þremur sætunum um Jólahús Reykjanesbæjar 2008 inneignarbréf frá Hitaveitu Suðurnesja en rafmagnsreikningur þessara heimila hækkar talsvert i jólamánuðinum. Nánar í Víkurfréttum í næstu viku.