Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólahús Sandgerðis verðlaunað
Miðvikudagur 26. desember 2012 kl. 14:27

Jólahús Sandgerðis verðlaunað

Hlíðargata 37 er jólahús Sandgerðisbæjar 2012. Afhending viðurkenningar fyrir jólahús Sandgerðisbæjar 2012 fór fram í Vörðunni fyrir jól. Umhverfisráð Sandgerðisbæjar valdi Hlíðargötu 37 sem jólahús ársins fyrir skemmtilega uppsetningu og nýbreytni í skreytingum.

Eigendur hússins eru Kristján Nielsen og Sigurborg Sólveig Andrésdóttir. Auk viðurkenningarinnar hlutu þau að launum gjafabréf frá HS Orku hf. og HS Veitum hf. að verðmæti kr. 20.000.

Í umhverfisráði eru Halldóra Guðbjörg Sigtryggsdóttir, Hafsteinn Friðriksson og Margrét Bjarnadóttir. Starfsmaður ráðsins er Jón Ben Einarsson sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingamála.

Húsin sem hlutu tilnefningu eru:

Hlíðargata 37
Hlíðargata 43
Stafnesvegur 3
Setberg 2

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024