JÓLADAGATÖL Í VERSLANIR
Nú er hafin hin árlega jóladagatalasala okkar Lionsmanna. Sú nýbreytni er að nú fer salan einungis fram í verslunum. Því miður sjáum við okkur ekki fært að ganga í hús og selja eins og undanfarin ár. Eftirtaldir sölustaðir hafa dagatölin til sölu:Keflavík: Miðbær, Brautarnesti, Básinn Olís, Aðalstöðin Esso, Kaskó, Sparkaup, Kaupfélagið Faxabraut 27, Hólmgarður. Njarðvík: Fíakaup, Shell Fitjum, Fitjagrill, Hagkaup. Grindavík: Báran, Staðarkaup, Bláfell. Garður: Ársól, Hraðbúð Essó. Í Sandgerði, Aldan, Sparkaup. Vogar: Vogavídeó, Hraðbúð Essó, Húsasala fer fram í Vogum 27. og 28. nóvember. Allur ágóði rennur í líknarsjóð. Lionsklúbburinn Keilir