Jólabingó í kvöld í Sandgerði
Jólabingó verður haldið í Grunnskólanum í Sandgerði í kvöld til styrktar Danmerkurferð 9. bekkjar. Bingóið verður í sal Grunnskólans og kostar spjaldið kr. 500 en gos og súkkulaði verður selt gegn vægu gjaldi í hléi. Stórglæsilegir vinningar eru í boði og vona forráðamenn bingósins vona að flestir sjái sér fært að mæta en fullorðnir í fylgd barna eru sérstaklega velkomnir.