Jólabarnið fæddist á jóladag
Jólabarn Suðurnesja í ár er sprækur drengur sem fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á jóladag klukkan 13:57. Foreldrar drengsins eru Sylvía Sigurgeirsdóttir og Einar Karl Vilhjálmsson og er hann fyrsta barn þeirra. Við fæðingu vóg drengurinn 4170 grömm og var 53 sentimetra langur. Fjölskyldan er búsett í Garði og eru Einar og Sylvía í skýjunum með soninn og hlakka til foreldrahlutverksins sem í vændum er. „Þetta er nýtt fyrir okkur og skemmtileg áskorun,“ segir Einar.