Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Jólabarnið ákvað að drífa sig í heiminn
Þriðjudagur 27. desember 2016 kl. 09:46

Jólabarnið ákvað að drífa sig í heiminn

Jólabarn fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á jóladag. Þá kom stúlkubarn í heiminn kl. 18:15.
 
Foreldrar eru  Kristín Mjöll Kristinsdóttir og Helgi Pétursson. Stúlkan var 3.470 gr og 48 cm. Henni og móður heilsast vel en þau fóru heim af fæðingardeildinni samdægurs.
 
Móðirin fór til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á jóladag en hafði hugsað sér að eignast barnið strax á nýju ári. Stúlkan var hins vegar ekki á því og ákvað að drífa sig í heiminn snögglega.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024