Jólaævintýri í Reykjanesbæ
 Jólaævintýri í Reykjanesbæ er yfirskrift markaðar sem haldinn verður á Fitjum á aðventunni í Reykjanesbæ.
Jólaævintýri í Reykjanesbæ er yfirskrift markaðar sem haldinn verður á Fitjum á aðventunni í Reykjanesbæ.Rekstraraðilar jólaævintýrisins bjóða öllum góðgerðarfélögum og íþróttafélögum bás að kostnaðarlausu í einn dag sem þau geta notað til þess að selja vörur.
Jólaævintýri er haldið í samstarfi við Reykjanesbæ en framkvæmdastjóri er Helga Steinþórsdóttir.
þar verða ýmsar uppákomur fyrir jólin s.s. tónleikar, jólasveinar, jólatréssala og margt fleira.
Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér tilboð um bás geta haft samband við Helgu í síma 896 5591 eða sent póst á netfangið:
[email protected]

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				