Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jóla- og ljósahús Suðurnesjabæjar 2022 verðlaunuð
Hólagata 13 í Sandgerði.
Fimmtudagur 5. janúar 2023 kl. 15:56

Jóla- og ljósahús Suðurnesjabæjar 2022 verðlaunuð

Ljósahús Suðurnesjabæjar árið 2022 er Hólagata 13 í Sandgerði og jólahús Suðurnesjabæjar árið 2022 er Heiðarbraut 8 í Garði. Sérstakar viðurkenningar fengu íbúar við Dynhól 1 í Sandgerði og Stafnesveg 32 í Sandgerði.

Viðurkenningar fyrir fallegar jólaskreytingar í Suðurnesjabæ voru afhentar 22. desember þegar fulltrúar ferða-, safna- og menningarráðs, Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir og Hlynur Þór Valsson, heimsóttu íbúa þeirra húsa sem hlutu viðurkenningar í ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þeir sem hafa farið um götur Suðurnesjabæjar sjá strax að íbúar hafa verið duglegir við að skreyta hjá sér og lífga upp á skammdegið með fallegum ljósum. Val á ljósa- og jólahúsum var í höndum ferða-, safna- og menningarráðs Suðurnesjabæjar líkt og undanfarin ár og fá eigendur og íbúar húsanna gjafabréf frá HS Veitum sem nýtist í niðurgreiðslu á rafmagni,“ segir í tilkynningu.

Heiðarbraut 8 í Garði.


Dynhóll 1 í Sandgerði.


Stafnesvegur 32 í Sandgerði.