John Travolta keypti íslenskt á Keflavíkurflugvelli
Hollywood-stjarnan og flugáhugamaðurinn John Travolta er nýfarinn frá Keflavíkurflugvelli eftir að hafa átt hér stutt stopp til að taka eldsneyti. Travolta flaug sjálfur vélinni sinni sem er gömul Boeing 707 undir merkjum Qantas-flugfélagsins.
Flugvélin var staðsett á flughlaðinu hjá Suðurflugi á austursvæði Keflavíkurflugvallar en á meðan eldsneyti var sett á vélina fór John Travolta ásamt föruneyti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem hann verslaði íslenskan varning. Af Facebook-færslum að dæma keypti hann mikið af fatnaði í verslun 66°Norður í Leifsstöð.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Travolta hélt á brott frá Keflavíkurflugvelli nú áðan. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson