Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Jóhannes Kristbjörnsson tekur sæti á Alþingi
Þriðjudagur 25. apríl 2017 kl. 06:00

Jóhannes Kristbjörnsson tekur sæti á Alþingi

- Tveir Njarðvíkingar tóku í gær sæti sem varamenn á Alþingi

Njarðvíkingurinn Jóhannes Albert Kristbjörnsson tók í fyrsta sinn sæti á Alþingi í gær. Hann skipaði 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi og er því fyrsti varamaður og tók sæti í gær í fjarveru Jónu Sólveigar Elínardóttur.

Jóhannes fæddist árið 1965, var lögreglumaður og útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins árið 1993. Hann útskrifaðist síðar með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2013. Hann stofnaði Lögmannsstofu Reykjaness árið 2013 þar sem hann starfar nú.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jóhannes er ekki eini Njarðvíkingurinn sem tók í fyrsta sinn sæti á Alþingi í gær því líkt og Víkurfréttir greindu frá þá settist Bjarni Halldór Janusson, yngsti þingmaður í sögu Alþingis, á þing í gær.