Jóhannes Kr. Kristjánsson rannsóknarblaðamaður ársins 2006
Blaðamannaverðlaun Íslands voru veitt í fjórða sinn á Hótel Holti nú rétt í þessu. Jóhannes Kr. Kristjánnsson ritstjóri Kompáss hlaut verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennsku ársins 2006. Verðlaunin hlýtur hann fyrir afhjúpandi umfjöllun um málefni barnaníðina og um Byrgið. Jóhannes Kr. starfaði sem blaðamaður Víkurfrétta um nokkurt skeið áður en hann var ráðinn til fréttastofu Stöðvar 2 sem ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kompáss.
Auðunn Arnórsson á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um Evrópumál og Davíð Logi Sigurðsson á Morgunblaðinu hlaut verðlaunin í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins m.a. fyrir skrif um Guantanamo fangabúðirnar á Kúbu.
Auðunn Arnórsson á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um Evrópumál og Davíð Logi Sigurðsson á Morgunblaðinu hlaut verðlaunin í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins m.a. fyrir skrif um Guantanamo fangabúðirnar á Kúbu.