Jóhanna Rut sigraði í #IGT3
Jóhanna Ruth Luna Jose, 14 ára söngkona úr Reykjanesbæ, bar sigur úr býtum í Ísland Got Talent í kvöld. Hún fær að launum Íslandsfrægð og tíu milljónir króna. Hin hæfileikaríka Jóhanna, sem er 14 ára gömul, grét af gleði þegar úrslitin voru ljós. Í öðru sæti voru Símon og Halla og í þriðja sæti var krúttsprengjan Sindri sem syngur alltaf beint frá hjartanu.
Jóhanna Ruth flutti lagið Simply The Best með Tinu Turner í úrslitum og tryggði flutningurinn henni sigur.
Jóhanna Ruth í hljóðveri Geimsteins í upptöku fyrir Sjónvarp Víkurfrétta í mars 2015