Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jóhann tapar fyrstu tveimur leikjum sínum
Sunnudagur 19. september 2004 kl. 12:51

Jóhann tapar fyrstu tveimur leikjum sínum

Jóhann R. Kristjánsson borðtenniskappi af Suðurnesjum tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í borðtennis á ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í gær. Jóhann keppti við frakkann Stephane Molliens og vann eina lotu en tapaði þremur. Jóhann vann fyrstu lotuna 11:3 en eftir það náði frakkinn undirtökunum í leiknum og vann næstu þrjár lotur sem allar fóru 11:7.
Í gærkvöldi keppti Jóhann við japanann Ninami og tapaði í þremur lotum gegn engri, 11:9, 11:7 og 11:7.

Í dag keppir Jóhann við Ólympíumeistarann í borðtennis frá því í Sydney árið 2000, Kim Kyung Mook frá Kóreu, en hann er stigahæsti maður mótsins í sitjandi flokki C2. Nánar er fjallað um íslensku keppendurna á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.

Mynd: Jóhann í fyrsta leik sínum á móti frakkanum Stephane Molliens á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KPMG-bikarinn 1. umferð