Jóhann Rúnar maður ársins 2009
Jóhann Rúnar Kristjánsson er Suðurnesjamaður ársins 2009 hjá Víkurfréttum. Jóhann hefur allt frá því hann lamaðist alvarlega í umferðarslysi 1994 sýnt mikinn styrk og hugrekki í endurhæfingu sinni. Þannig hefur hann verið öðrum gott fordæmi um að gefast ekki upp því það sé allaf hægt að sjá ljósið.
Jóhann hefur tekið þátt í baráttu fatlaðra á margvíslegan hátt og vakið athygli á hvernig bæta megi aðstöðu þeirra í samfélaginu. Hann hefur líka reglulega heimsótt fólk á sjúkrastofnanir sem hefur lent í svipaðri aðstöðu og hjálpað því fyrstu skrefin sem eru svo erfið. Þær heimsóknir hafa verið mönnum til lífs, eins og fram kemur í viðtali við Jóhann Rúnar í miðopnu Víkurfrétta í dag.
Þá er Jóhann afreksmaður í sinni íþróttagrein og á meðal þeirra 20 bestu í heiminum í dag.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta afhenti Jóhanni skjal með nafnbótinni Suðurnesjamaður ársins 2009.
Viðtalið við Jóhann Rúnar er hér!
Ljósmynd: Hilmar Bragi