Jóhann kvaddur með heiðursverði
Jóhann R. Benediktsson hefur látið af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Síðasti vinnudagur hans var í dag og var hann kvaddur með sérstakri viðhöfn og heiðursverði er hann yfirgaf vinnustað sinn til síðustu níu ára. Með Jóhanni hætta þrír lykilstarfsmenn embættisins, þeir Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi og staðgengill lögreglustjóra, Guðni Geir Jónsson fjármálastjóri og Ásgeir J. Ásgeirsson starfsmannastjóri.
Vel mátti greina tregablandið andrúmsloftið utan við lögreglustöðina í dag þegar athöfnin fór fram enda hefur Jóhann verið vel liðinn og virtur á meðal starfsfólks embættisins.
Ólafur K. Ólafsson, lögreglustjóri og sýslumaður Snæfellinga, hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurnesjum frá 1. október til áramóta.
VFmyndir/elg