Jóhann Geirdal: Sjáfstæðismenn hafa verið með furðuhugmyndir
Jóhann Geirdal segir fréttina um að Framsókn og Samfylking hafi hafnað "pallborðsumræðum" er nokkuð undarlega. Hann minnist þess ekki að sérstakar umræður hafi átt sér stað um "pallborðsumræður". „Hins vegar sendi ég þeim félögum Kjartani Má Kjartanssyni og Árna Sigfússyni netpóst með bréfi sem viðhengi, þar sem ég legg til að haldinn verði sameiginlegur fundur eins og haldinn hefur verið undanfarnar kosningar. Báðir tóku þeir vel í þá hugmynd“, segir Jóhann Geirdal í samtali við Víkurfréttir í kvöld.„Þegar farið var að ræða nánar tíma og fyrirkomulag varð niðurstaðan sú að halda fundinn í Stapa 16. maí og stefnt að því að hann stæði í tvo tíma. Hver flokkur hefði 10 mínútur í ávarp og eftir það kæmi að fyrirspurnum úr sal. Að undanförnu hefur verið reynt að hafa þessa fundi líflega, svo einhver nennti að mæta og eins og fram kemur í bréfinu frá mér til þeirra nefni ég það form að þeir sem svara verði hver í sínu púlti allan tímann, þannig gengi umræðan betur fyrir sig og fundurinn yrði áheyrilegur.
Það form hefur verið og gefist mjög vel. Framsóknarflokkurinn var sammála þessu fyrirkomulagi.
Þá fékkst ekki endanlegt svar frá Sjálfstæðisflokknum. Síðar kom fram að þeir teldu að það þyrftu að vera fleiri sem stæðu/sætu fyrir svörum og nefndu 3-4. Það sjá allir sem tekið hafa þátt í svona fundum að það form er mjög þunglamalegt, þá yrðu 9-12 í því að svara og sá tími sem í þetta færi ekki mikið meira en 60-75 mínútur. Þannig kæmust áheyrendur lítið að með spurningar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins gátu ekki fallist á að fletja þannig út fyrirspurnarhluta fundarins,“ segir Jóhann jafnframt.
Framsóknarmenn hafa samþykkt fundinn en Sjáfstæðismenn hafa verið með furðuhugmyndir, sem kæmu til með að eyðileggja slíkan fund. Ég tel réttast í þessari stöðu að halda bara áfram að undirbúa fundinn, hafa skipulagið í líkingu við það sem verið hefur undanfarið, þar sem það hefur reynst líflegasta formið. Vilji Sjálfstæðisflokkurinn ekki mæta með mann til að svara, þá er það hans val, en ekki okkar höfnun, segir Jóhann Geirdal, leiðtogi Samfylkingarinnar að lokum.
Það form hefur verið og gefist mjög vel. Framsóknarflokkurinn var sammála þessu fyrirkomulagi.
Þá fékkst ekki endanlegt svar frá Sjálfstæðisflokknum. Síðar kom fram að þeir teldu að það þyrftu að vera fleiri sem stæðu/sætu fyrir svörum og nefndu 3-4. Það sjá allir sem tekið hafa þátt í svona fundum að það form er mjög þunglamalegt, þá yrðu 9-12 í því að svara og sá tími sem í þetta færi ekki mikið meira en 60-75 mínútur. Þannig kæmust áheyrendur lítið að með spurningar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins gátu ekki fallist á að fletja þannig út fyrirspurnarhluta fundarins,“ segir Jóhann jafnframt.
Framsóknarmenn hafa samþykkt fundinn en Sjáfstæðismenn hafa verið með furðuhugmyndir, sem kæmu til með að eyðileggja slíkan fund. Ég tel réttast í þessari stöðu að halda bara áfram að undirbúa fundinn, hafa skipulagið í líkingu við það sem verið hefur undanfarið, þar sem það hefur reynst líflegasta formið. Vilji Sjálfstæðisflokkurinn ekki mæta með mann til að svara, þá er það hans val, en ekki okkar höfnun, segir Jóhann Geirdal, leiðtogi Samfylkingarinnar að lokum.