Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Jóhann Geirdal ráðinn skólastjóri Holtaskóla
Föstudagur 27. apríl 2007 kl. 15:15

Jóhann Geirdal ráðinn skólastjóri Holtaskóla

Jóhann Geirdal hefur verið ráðinn skólstjóri Holtaskóla. Sú varð niðurstaða bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær í samræmi við fyrirliggjandi umsögn fræðsluráðs. Tveir umsækjendur voru um stöðuna.

Jóhann hefur gegnt stöðu aðstoðarskólastjóra Holtaskóla í 5 ár. Síðustu 2 árin  hefur hann gegnt stöðu skólastjóra í fjarveru Jónínu Guðmundsdóttir sem sagði stöðu sinni lausri í febrúar síðastliðnum.
„Skólastarfið er í góðum farvegi þannig að maður gerir engar byltingar. En það má alltaf skerpa áherslur,“ sagði Jóhann í samtali við VF.
 
Nemendur Holtaskóla eru rúmlega 460 í 24 bekkjum. Kennarar eru 44 og annað starfsfólk 23.

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024