Jóhann Geirdal í Gerðaskóla
Jóhann Geirdal Gíslason hefur verið ráðinn skólastjóri Gerðaskóla í Garði. Það var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Garðs. Sex einstaklingar sóttu um stöðuna sem auglýst var laus til umsóknar fyrr í vor.
Þau sem sóttu um stöðuna voru Björg Baldursdóttir, Hlín Bolladóttir, Jóhann Gísli Geirdal Gíslason, Júlía Guðjónsdóttir, Lilja Dögg Friðriksdóttir og Ragnhildur Einarsdóttir.