Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jóhann Einvarðsson hættur eftir 40 ár í stjórnsýslustörfum
Mánudagur 5. ágúst 2002 kl. 22:30

Jóhann Einvarðsson hættur eftir 40 ár í stjórnsýslustörfum

Jóhann Einvarðsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur látið af störfum en hann tilkynnti starfsmönnum það á fundi sl. fimmtudag. Jóhann hefur verið framkvæmdastjóri stofnunarinnar sl. tíu ár en í samtali við Víkurfréttir sagðist Jóhann hafa náð samkomulagi við Heilbrigðisráðuneytið um starfslok sín. Sagði hann tíma til kominn til að hægja á sér enda væri hann búinn að starfa í opinberu stjórnsýslu í 40 ár og sem framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá 1992 og það væri orðið ágætt.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta voru skiptar skoðanir milli Jóhanns og ráðuneytisins helsta ástæðan fyrir því að Jóhann lét af störfum en Jóhann vildi þó ekki tjá sig um það þegar Víkurfréttir spurðu hann út í málið.
Hallgrímur Bogason, formaður stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir fyrir helgi að starfslok Jóhanns hefðu verið ákveðin og að báðir aðilar væru sáttir við það. Vildi hann ekki kannast við neinar innri deilur milli Jóhanns og ráðuneytisins né að eitthvað vafasamt væri í gangi en sagði þó að stjórnunarstíll Jóhanns félli ekki öllum. Væri kominn tími til að hann viki fyrir öðrum en talaði þó um að ekki væri búið að ráða neinn í stað Jóhanns, það starf yrði auglýst síðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024