Jöfnunarsjóður fór í línuvillt
Í ljós hefur komið að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varð á í messunni við útreikning á almennu jöfnunarframlagi til Grindavíkur á síðasta ári og árinu 2009.
Jöfnunarsjóðurinn fór línuvillt og notaði reiknistuðul Grundafjarðar í stað Grindavíkur, með þeim afleiðingum að ofáætlað var á Grindavík sem nemur 57 millj. kr. á síðasta ári. Jöfnunarsjóðurinn kemur til móts við Gindavíkurbæ með því að leyfa bænum að endurgreiða þessa upphæð á þremur árum. Þá fær Grindavík 64 milljónir úr Jöfnunarsjóði fyrir árið 2009 í stað 170 eins og áætlað var.
Greint er frá þessu á www.grindavik.is