Föstudagur 4. febrúar 2011 kl. 09:16
Jeppi valt á Grindavíkurvegi
Jeppi valt á Grindavíkurvegi um hálf áttaleytið í gærkvöldi. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og endaði á toppnum. Ökumaðurinn og tveir farþegar voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Bíllinn er mikið skemmdur að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.