Jepparnir færðir án leyfis
Jepparnir sem festust í brekkum króksmýrar sl. sunnudag hafa verið fjarlægðir þaðan í leyfisleysi samkvæmt heimildum Víkurfrétta. Eigandi eins jeppans hafði þó fengið leyfi lögreglunnar í Keflavík til að færa jeppann enda var sá tiltölulega laus.Það má segja að eigendur jeppanna, flestir varnarliðsmenn, hafi verið gripnir glóðvolgir því lögreglumenn sem fóru nálægt svæðinu í gærkveldi tóku eftir ljósum og öðru sem benti til þess að fjarlægja væri verið bílana. Lögreglan mun ætla sér að fara að svæðinu í dag til að vera vissir um hvort jepparnir hafi verið fjarlægðir og til að athug með landspjöll.