Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Járnplata skemmdi bifreið í Njarðvík
Mánudagur 17. febrúar 2003 kl. 09:40

Járnplata skemmdi bifreið í Njarðvík

Járnplata skemmdi bifreið í veðrinu sem gekk yfir Suðurnes í gær. Lítið var um annað tjón í veðrinu. Björgunarsveitafólk af Suðurnesjum stóð vaktina frá því um kl. 15 í gær og fram á kvöld. Dagbók helgarinnar er annars þessi:Föstudagurinn 14. febrúar 2003

Umráðamenn 22 bifreiða voru kærðir í dag fyrir að að leggja bifreiðum sínum þar sem ekki er leyfilegt að leggja þeim. Þetta var aðallega á Faxabraut í Keflavík, utan við FS og víða á Hafnargötu í Keflavík.
Tveir ökumenn kærðir vegna hraða. Annar 111/90 og hinn 116/90 km.
Þá urðu tvö umferðaróhöpp. Annað þeirra var aftaná keyrsla á Hafnargötu í Keflavík og hitt á bifreiðastæði við Njarðvíkurskóla þar sem 9 ára strákur hljóp utan í bifreið sem var á lítilli ferð. Strákurinn marðist lítillega á bringu er hann rakst á baksýnisspegil bifreiðarinnar sem brotnaði af.

Laugardagurinn 15. febrúar 2003

Kl. 14:33 var tilkynnt um árekstur milli tveggja bifreiða á gatnamótum Elliðavalla og Suðurvalla í Keflavík. Þar lentu tvær fólksbifreiðar saman á framendum. Talsvert tjón varð á bifreiðunum. Ekki slys á fólki.

Sunnudagurinn 16. febrúar 2003

Kl. 10:00 var tilkynnt um bifreið sem hafði skemmst í I-Njarðvík er járnplata hafði fokið á hana.
kl. 11:41 datt stúlka í Grófinni. Flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Talið að hún hafi ökklabrotnað.
Kl. 12:44 Björgunarsveitir á Suðurnesjum settar í viðbragðsstöðu vegna spár frá veðurstofunni um mikið óveður sem á að ganga yfir á dag og byrja um kl. 15:00. Spáð er allt að 40-50 m á sek. í verstu hviðum.
Kl. 23:56. Ökumaður stöðvaður í Sandgerði og kærður fyrir að aka sviptur ökuleyfi.


Myndin: Björgunarsveitarmenn að störfum í Reykjanesbæ í gærdag. VF-mynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024