Jarðvélar segja fjölmiðla eiga sök á því að það hætti við verkið
Eigendur Jarðvéla segja ákveðna fréttamiðla hafa hamast svo á félaginu að ósk þeirra um að falla frá verksamningi við tvöföldun Reykjanesbrautar sé afleiðing þess. „Þessi málalok eru bein niðurstaða þess. Viljum við því óska eftir því að við fáum frið til að vinna úr okkar málum,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, verkefnisstjóri hjá Jarðvélum.
Í fréttatilkynningu frá Jarðvélum segir að í ljósi þess að kaupleigufyrirtæki hafa innkallað stóran hluta af tækjum félagsins muni það fara fram á það við Vegagerð ríkisins að hún taki við framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar þar sem félaginu hafi verið gert ókleift að klára framkvæmdina. Þetta sé gert í fullu samráði við Vegagerðina.
Í framhaldi verður unnið að því að fara yfir stöðu félagins og ákvarða framtíð þess, segir jafnframt í fréttatilkynningunni frá félaginu.
Eins og fram hefur komið í fréttum eru starfsmenn áhyggjufullir vegna óvissu um framtíð fyrirtækisins. Verktakafyrirtækið Toppurinn á Suðurnesjum keypti Jarðvélar hf. síðastliðið sumar og hefur því aðeins rekið Jarðvélar í nokkra mánuði..
Í fréttatilkynningu frá Jarðvélum segir að í ljósi þess að kaupleigufyrirtæki hafa innkallað stóran hluta af tækjum félagsins muni það fara fram á það við Vegagerð ríkisins að hún taki við framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar þar sem félaginu hafi verið gert ókleift að klára framkvæmdina. Þetta sé gert í fullu samráði við Vegagerðina.
Í framhaldi verður unnið að því að fara yfir stöðu félagins og ákvarða framtíð þess, segir jafnframt í fréttatilkynningunni frá félaginu.
Eins og fram hefur komið í fréttum eru starfsmenn áhyggjufullir vegna óvissu um framtíð fyrirtækisins. Verktakafyrirtækið Toppurinn á Suðurnesjum keypti Jarðvélar hf. síðastliðið sumar og hefur því aðeins rekið Jarðvélar í nokkra mánuði..