Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jarðvangur skilar áfangaskýrslu til Global Geoparks Network
Fimmtudagur 9. júlí 2015 kl. 07:00

Jarðvangur skilar áfangaskýrslu til Global Geoparks Network

Stjórn Reykjanes Geopark (Jarðvangs) skilaði í vikunni öllum þeim gögnum sem samtökin óskuðu eftir vegna umsóknar um aðild að alþjóðlegum samtökum sem nefnast Global Geoparks Network. Umsóknin verður tekin fyrir á fundi í Rokua Geopark í Finnlandi í byrjun september. Þá mun skýrast hvort að Reykjanes Geopark fái þá vottun sem unnið hefur verið að undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram á síðu Markaðsstofu Reykjaness.

Reykjanes Geopark hefur hefur síðan árið 2012 unnið að aðild að alþjóðlegum samtökum sem nefnast Global Geoparks Network. Samtökin eru samstarfsvettvangur Geoparka og eru þau studd af UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Frá því umsókn var send inn í nóvember 2012 hafa sérfræðingar frá samtökunum m.a. heimsótt Reykjanesið, Reykjanes Geopark hefur verið kynntur fyrir öðrum Geopörkum auk þess sem sérstök áhersla hefur verið lögð á að auka sýnileika Geoparksins á svæðinu, einfalda stjórnsýslu og unnið að gerð fræðsluefnis um sérstöðu svæðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í áfangaskýrslunni er svarað spurningum og ábendingum sem sérstaklega var beint til Reykjanes Geopark í lok árs 2013. Meðal þess sem unnið hefur verið að á þessum tíma er:

Sérstök áhersla er lögð á Mið-Atlantshafshrygginn, flekaskilin og afleiðingar þess að þau koma á land á Reykjanesi

Stjórnunaráætlun fyrir Reykjanes Geopark

Ný Gestastofa í Duushúsum í Reykjanesbæ

Aukinn sýnileiki Geoparksins í markaðefni fyrir svæðið

Innkomuhlið við Reykjanesbraut, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Krýuvíkurveg og Suðurstrandarveg

Reglulegar uppfærslur á Facebook-síðu með um 3.000 aðdáendur

Geopark vikur í maí/júní

Útgáfa barnabókar fyrir 3-8 ára um Reykjanesskagann

Námskeið og fyrirlestrar um sérstöðu svæðisins

Stofnun tveggja fagráða, um fræðslu- og rannsóknir og markaðsmál

Skilgreindir hafa verið 55 áhugaverðir staðir út frá jarðvísindum, náttúrufræðum eða menningararfleið

Flestir áðurnefndara staða eru verndaðir en unnið verður áfram að vernd annarra staða á listanum

Til stendur að gera marga þessara staða aðgengilega á næstunni

Unnið hefur verið að deiliskipulagi fyrir Brimketil og nágrenni Reykjanesvita með það að markmiði að bæta aðstöðu fyrir íbúa á svæðinu og ferðamenn til fræðslu og útivistar

Stikaðar hafa verið 3 nýjar gönguleiðir á Reykjanesi og sett verða upp 21 fræðsluskilti í ár á áhugaverðum stöðum

Merkingar við Brú milli heimsálfa hafa verið endurnýjaðar

Unnið hefur verið markvisst að tengja rekstararðila í ferðaþjónustu sem áhuga hafa við Geoparkinn

Reykjanes Geopark er aðili að tveimur alþjóðlegum verkefnum, GEOfood sem snýr að matarmenningu í Geopörkum og Drifting Apart sem snýr að myndum Atlantshafsins og sameiginlegri arfleið Geoparka á norðurslóðum

Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Geoparkinn er samstarfsverkefni þessara sveitarfélaga og sex hagsmunaðila, þ.e. Ferðamálasamtaka Suðurnesja, Bláa lónsins, HS Orku, Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, Þekkingarseturs Suðurnesja auk Heklunnar - atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.