Mánudagur 12. febrúar 2018 kl. 08:56
Jarðskjálfti við Reykjanes
Jarðskjálfti upp á 3,3 á Richter varð 3,7 km NNA af Reykjanestá þegar klukkan var gengin stundarfjórðung í tvö í nótt.
Jarðskjálftans varð vart bæði í Grindavík og Reykjanesbæ. Þá varð hans einnig vart á höfuðborgarsvæðinu.
Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið á svæðinu.