Jarðskjálfti við Grindavík
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist klukkan 17.40 í dag um þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Skjálftans hafi orðið vart í Grindavík. Fáir eftirskjálftar hafi mælst á svæðinu, en tveir smáskjálftar mælst á sömu slóðum síðastliðna nótt. Þetta kom fram á www.mbl.is.
Vf-mynd/úr safni - Loftmynd af Grindavík