Jarðskjálfti við Geirfugladrang
Jarðskjálfti varð rétt í þessu, klukkan 12:34, á Reykjaneshrygg. Samkvæmt jarðskjálftavakt Veðurstofu Íslands var stærsti skjálftinn upp á 4,2 og annar minni 5 mínútum síðar upp á 3. Upptök skjálftans eru 5 km suðvestur við Geirfugladrang. Jarðskjálftinn fannst í Reykjanesbæ og Reykjavík. Talið er að skjálftarnir tengist hrinu jarðskjálfta sem varð 10. apríl en þá var stærsti skjálftinn um 4,5.