Jarðskjálfti vakti Grindvíkinga
Jarðskjálfti af stærðinni M2,6 vakti fólk í Grindavík á öðrum tímanum í nótt. Veðurstofan fékk nokkrar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð en upptök skjálftans voru 3,2 km. norðaustur af Grindavík.
Nokkuð hefur verið um mjög smáa skjálfta á Reykjanesskaganum um helgina en tiltölulega rólegt hefur verið eftir að skjálftinn varð í nótt.