Jarðskjálfti upp á 4,2 við Fagradalsfjall
Jarðskjálfti upp á 4,2 á Richter reið yfir um kl. 18:12 við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Skjálftinn fannst víða og varð vel vart í höfuðstöðvum Víkurfrétta í Reykjanesbæ. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar hafa nokkrir minni skjálftar mælst í kjölfarið. Jarðvísindamenn eru nú að skoða upplýsingar frá mælum á svæðinu og nákvæmari upplýsingar fást fljótlega.