Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jarðskjálfti upp á 3,8 nærri Keili
Miðvikudagur 26. júlí 2017 kl. 12:02

Jarðskjálfti upp á 3,8 nærri Keili

Jarðskálfti upp á 3,8 reið yfir Reykjanesskagann núna kl. 11:40. Hann varð 2,7 kílómetra austnorðaustur af Fagradalsfjalli eða nærri Keili. Skjálftinn varð á 2,3 km. dýpi. Tveir aðrir skjáftar upp á 2,3 og 2,7 urðu í kjölfarið.
 
Tugir skjálfta hafa orðið á svæðinu frá því snemma í morgun þegar tveir skjálftar upp á 3 urðu.
 
Sterki skjálftinn fannst m.a. í Reykjanesbæ. Á skrifstofu Víkurfrétta, sem er á 4. hæð í skrifstofubyggingu mátti finna vel fyrir jarðskjálftanum. Ljós í lofti tóku sveiflu og tölvuskjáir hristust á borðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024