Jarðskjálfti skók Reykjanesskagann
Snarpur jarðskjálfti uppá 3,6 stig á Richter skók Reykjanesskagan laust fyrir klukkan hálfátta í morgun. Skjálftinn var á sex kílómetradýpi skammt norðvestan við Trölladyngju eða um 7 km vestur af Kleifarvatni, eins og sjá má á meðfylgjandi korti af vef veðurstofunnar. Eftir er að yfirfara og staðfesta styrkleika skálftans. Skjálftinn fannst vel á Suðurnesjum og í Reykjavík