Jarðskjálfti á framtíðarsvæði Hitaveitu Suðurnesja
Jarðskjálfti, um 3 á Richterkvarða, varð við Trölladyngju um 5 km vestur af Kleifarvatni rétt fyrir kl. þrjú í gærdag. Er þetta framhald á virkni undanfarana daga annars vegar við Trölladyngju og hins vegar við Krísuvík skammt vestur af suðurenda Kleifarvatns. Trölladyngja er svæði sem Hitaveita Suðurnesja hefur áhuga á að skoða sem framtíðarjarðhitasvæði og í nýju Tímarit Víkurfrétta talar Júlíus Jónsson forstjóri HS um Trölladyngju sem annað Svartsengi. Nánar í TVF á öllum helstu sölustöðum á Suðurnesjum.