Jarðskjálftar við Grindavík
Í morgun kl. 06:06 varð skjálfti af stærð M3,4 um 3 km NA við Grindavík. Honum fylgdu nokkrir minni skjálftar sem allir voru um M1,9 að stærð.
Tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð en enginn órói sést á mælum. Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði, segir í athugasemd sem vakthafandi jarðvísindamaður skrifar á vef Veðurstofu Íslands.