Jarðskjálftar við Fagradalsfjall
Jarðskjálftahrina hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesi um klukkan hálf fimm í gærdag en þá mældust um 20 skjálftar á svæðinu og og var stærsti skjálftinn 1.2 á Richter.Samkvæmt upplýsingum jarðskjálftafræðings Veðurstofunnar hófst virknin aftur á sama stað, af meiri krafti, um klukkan tíu í gærkvöldi. Stærsti jarðskjálftinn varð kl. 22:18 og mældist sá með stærðina 2.8 á Richter. Fjöldi skjálfta nemur nú nokkrum tugum en jarðskjálftahrinur á þessum slóðum eru ekki óalgengar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.