Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 29. janúar 2020 kl. 05:11
Jarðskjálftar vekja Grindvíkinga
Jarðskjálfti upp á 3,5 vakti marga Grindvíkinga núna um kl. 4:30 í nótt. Hann varð á 3,1 km dýpi um einn kílómetra NNA af Grindavík.
Þá virðist hafa orðið annar stór skjálfti rétt í þessu. Margir eftirskjálftar sem íbúar finna vel fyrir.